19. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 31. janúar 2024 kl. 09:20


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:20
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 10:37
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:20
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:20
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:20
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:28
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:28
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:26
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:20

Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Gísli Rafn Ólafsson vék af fundi kl. 10:46 og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kl. 10:54.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2031. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 558. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu Kl. 09:20
Gestir fundarins voru Ragnar G. Kristjánsson, Svala Davíðsdóttir og Þórður Jónsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var valinn framsögumaður málsins.

2) Fundargerð Kl. 09:39
Fundargerðir 17. og 18. fundar nefndarinnar voru samþykktar.

3) Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2024 Kl. 09:40
Gestir fundarins voru Daníel Freyr Birkisson og Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Erna Sigríður Hallgrímsdóttir, Ingólfur Friðriksson, Ragnar G. Kristjánsson og Svala Davíðsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu drög að uppfærðum forgangslista vegna hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB vegna aðildar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, fyrir tímabilið 2022-2024, og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir samantekt frá utanríkisráðuneyti um þátttöku Íslands í áætlunum ESB.

4) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 2. febrúar Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir, Ingólfur Friðriksson og Svala Davíðsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Elísabet Júlíusdóttir og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á næstkomandi fundi nefndarinnar 2. febrúar 2024 og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/606 frá 15. mars 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/760 að því er varðar kröfur um fjárfestingarstefnu og rekstrarskilyrði evrópskra langtímafjárfestingarsjóða og gildissvið hæfra fjárfestingareigna, kr Kl. 10:18
5.- 8. dagskrármál voru tekin fyrir samtímis. Fjallað var um málin.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2033 frá 27. nóvember 2019 um varfærniskröfur fyrir verðbréfafyrirtæki og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010, (ESB) nr. 575/2013, (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 806/2014. Kl. 10:18
Sjá bókun við 5. dagskrármál.

7) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2034 frá 27. nóvember 2019 um varfærniseftirlit með verðbréfafyrirtækjum og breytingu á tilskipunum 2002/87/EB, 2009/65/EB, 2011/61/ESB, 2013/36/ESB, 2014/59/ESB og 2014/65/ESB. Kl. 10:18
Sjá bókun við 5. dagskrármál.

8) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/558 um breytingar á reglugerð (ESB) 575/2013 að því er varðar aðlögun á rammanum um verðbréfun til að styðja við efnahagslegar endurbætur til að bregðast við COVID-19 hættuástandinu. Kl. 10:18
Sjá bókun við 5. dagskrármál.

9) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um ástandið í Súdan.

10) Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar kom Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og með honum Anna Hjartardóttir, Gunnlaug Guðmundsdóttir, Hendrik Daði Jónsson og Hersir Aron Ólafsson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um málefni UNRWA og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:13